Upptakturinn á Akureyri slær taktinn á ný

Upptakturinn á Akureyri slær taktinn á ný

Upptakturinn á Akureyri hvetur börn og ungmenni í 5.-10. bekk að semja eigin tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar.

Upptakturinn, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, veitir ungu fólki tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna.

Afraksturinn má sjá og heyra á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi 9. maí næstkomandi en þá munu atvinnuhljóðfæraleikarar leika verkin á meðan ungmennin sitja á meðal áhorfenda.

Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu. Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna en tónlistarstjóri Upptaktsins á Akureyri er engin önnur en Greta Salóme.

UMMÆLI