Úr vannýttri auðlind í verðmæti

Úr vannýttri auðlind í verðmæti

Geosea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Sjóböðin á Húsavík, eins og þau eru nefnd á því ástkæra ylhýra, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 10-11 ársverk hjá fyrirtækinu og er starfsemin í gangi árið um kring. Vinsældir Sjóbaðanna hafa vaxið ár frá ári, en á árinu 2024 tók fyrirtækið á móti um 80 þúsund gestum. Erlendir og innlendir ferðamenn sækja böðin í ríku mæli, en einnig eru heimamenn duglegir að nýta sér aðstöðuna. Stofnun Sjóbaðanna á sínum tíma byggði á viðleitni heimamanna til að nýta vannýtta staðbundna auðlind á sjálfbæran hátt.

Miðlun sögunnar til viðskiptavina

Segja má að grundvöllur starfsemi Sjóbaðanna sé hagnýting vannýttar náttúruauðlindar til nýsköpunar og eflingar atvinnulífs norður við Skjálfandaflóa. En hversu meðvitaðir eru viðskiptavinir Sjóbaðanna um forsögu starfseminnar og þá sjálfbæru orkunýtingu sem í henni felst?

Ármann Örn Gunnlaugsson er framkvæmdastjóri Geosea.

 „Við finnum í vaxandi mæli fyrir áhuga gesta okkar á þessum efnum og einnig höldum við því vel til haga að við notum engin íblöndunarefni í vatnið í böðunum og það er mikil ánægja með það. Við komum bakgrunni baðanna á framfæri á ýmsan hátt, t.d. í gegnum kynningarefni á vef, gegnum okkar starfsmannahandbækur og gegnum samtöl við viðskiptavini.“ Ármann nefnir einnig að forsvarsmenn baðanna vilji gjarnan vekja athygli á sögunni og því að heimamenn séu duglegir að nýta sér böðin enn þann dag í dag. „Það má því segja að við kynnum þetta sem ákveðna menningarlega upplifun líka.“

Smelltu hér til að lesa meira á vefsíðu MN

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó