Úrbætur þarfar á lóðum SkútabergsMynd/RÚV

Úrbætur þarfar á lóðum Skútabergs

Kvartanir hafa upp á síðkastið borist Heilbrigðiseftirlitinu á Norðurlandi vegna fyrirtækisins Skútabergs og umgengni á lóð þeirra í Krossanesi. Fyrirtækið hefur einnig fjárfest í lóð á Moldhaugnahálsi, í Hörgársveit, en kvartanir hafa einnig borist vegna ástandsins þar, greindi RÚV frá.

Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, segir að kvartanir hafi borist um báðar lóðirnar og hafi Skútaberg verið krafið um úrbætur. „Úrgangur á hvergi að safnast upp, hvorki uppi á hól né annars staðar,“ segir Leifur í samtali við RÚV. Hann bendir þó á að samskipti við fyrirtækið hafi verið góð, en loforðin um betri umgengni þurfi líka að efna.

Þór Konráðsson, eigandi Skútabergs, viðurkennir að úrbætur á lóð fyrirtækisins hafi tafist, þrátt fyrir áform um að bæta frágang.

Fyrsta skref úrbóta er að reisa sjónmön við þjóðveginn til að skýla dýrmætum safngripum, en verkefnið hefur tafist hjá Vegagerðinni í ár. Á lóðinni er einnig mikið magn úrgangs, sem ekki telst til safngripa samkvæmt Leif.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó