Prenthaus

Úrslitaleikur styrkir geðrækt á Akureyri – Allur ágóði miðasölu úrslitaleiks Kjarnafæðimótsins rennur óskiptur til Grófarinnar

Úrslitaleikur styrkir geðrækt á Akureyri – Allur ágóði miðasölu úrslitaleiks Kjarnafæðimótsins rennur óskiptur til Grófarinnar

Erkifjendurnir á Akureyri, KA og Þór, mætast í hreinum úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á morgun, föstudaginn 1. febrúar klukkan 19:15.

Ákveðið hefur verið að styrkja Grófina geðverndarmiðstöð í tilefni úrslitaleiksins. Allur ágóði af miðasölu mun renna óskiptur til Grófarinnar. Margir góðir leikir hafa farið fram í Kjarnafæðimótinu síðastliðnar vikur og liðin að slípa sig saman fyrir átökin í Lengjubikarnum sem hefst í næsta mánuði.

Í A-riðli mótsins hafa Þór og KA sýnt mátt sinn og megin og eru í efstu tveimur sætunum fyrir síðustu umferðina. KA hefur sigrað alla sína leiki nokkuð örugglega og Þór er tveimur stigum á eftir þeim og þurfa sigur í leiknum á morgun til að vinna mótið.

KA menn hafa fengið nokkuð marga góða leikmenn til sín fyrir næsta keppnistímabil og líta nokkuð vel út. Þórsarar hafa einnig fengið til sín nýja leikmenn og von er á erlendum leikmönnum til liðsins á næstu dögum og vikum.

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands, sem heldur utan um mótið, hefur ákveðið að miðaverð á leikinn verði 500 krónur og að allur ágóði miðasölunnar renni óskiptur til Grófarinnar, geðverndarmiðstöðvar á Akueryri.

Einnig verður tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Markmið Grófarinnar er að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir að vinna í sínum bata á eigin forsendum. Mótsstjórn vonar að sem flestir mæti á úrslitaleikinn og horfi á erkifjendurna kljást á meðan þeir styrkja gott málefni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó