Útbúa leiksvæði í Skátagilinu

Útbúa leiksvæði í Skátagilinu

Framkvæmdir standa nú yfir í Skátagilinu í miðbæ Akureyrar en þar er verið að útbúa leiksvæði með leiktækjum sem eiga að höfða til yngstu kynslóðarinnar. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Jarðvegsvinna á svæðinu hófst fyrir nokkrum dögum en stefnt er að því að verkinu verði lokið fyrir 17. júní.

Síðar í sumar verða svo enn fleiri leiktæki sett upp í miðbænum. Meðal annars verður sett upp rennibraut í Skátagilinu og hringekja og fleiri leiktæki á Ráðhústorgi. Einnig verða sett upp líkamsræktartæki á Eiðsvelli síðar í sumar.

„Markmiðið er fyrst og fremst að lífga upp á miðbæinn og gera hann að enn skemmtilegri stað fyrir fólk á öllum aldri og fjölskyldur til að koma saman og njóta lífsins. Það verður vafalaust gaman að vera til og leika sér í bænum okkar í sumar,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó