Útgáfuhátíð Einingar-Iðju í Hofi

Kápa bókarinnar sem kemur út á laugardaginn.

Laugardaginn 10. febrúar nk. kl. 13:00 verður útgáfuhátíð í Hofi í tilefni af útkomu bókarinnar „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004.

Þessi dagur var valinn því þann 10. febrúar, fyrir 55 árum, sameinuðust Verkakvennafélagið Eining og Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar.

Í tilefni af útgáfunni mun félagið afhenda fjórum félögum/stofnunum á félagssvæðinu gjöf.
Vegleg dagskrá verður á hátíðinni en meðal þeirra sem koma fram eru Lúðrasveit Akureyrar og Kórinn Hymnodia. Bókasöfn á félagssvæðinu fá bókina að gjöf og Jón Hjaltason, sagnfræðingur, kynnir efni bókarinnar.
Sérstakur gestur hátíðarinnar verður forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Forsetinn, Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju flytja ávörp. Í lok hátíðar verður boðið upp á kaffi og kleinur.

Það er von félagsins að sjá sem flesta mæta á hátíðina og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

UMMÆLI