beint flug til Færeyja

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2025

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2025

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2025. Styrkjaflokkarnir eru þrír: atvinnu- og nýsköpunarverkefni, menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Í umsóknaferli fyrir árið 2025 var sú breyting gerð að ekki voru sérstakar áherslur heldur aukið vægi sett á markmið Sóknaráætlunar.

Umsóknir

Alls bárust 147 umsóknir í ár, þar af voru 70 menningarverkefni, 67 atvinnu- og nýsköpunarverkefni og 10 stofn- og rekstrarstyrkir. Umsóknum fjölgaði um 24 milli ára, en þær voru 123 árið 2024. Athygli vekur að fjöldi umsókna um menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrki er óbreyttur milli ára, og fjölgunin því öll í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna.

Úthlutun

Úthlutunarnefndin hefur ákveðið að úthluta 72.500.050 kr. til 76 verkefna, sem gerir árangurshlutfallið 50,3%. Af þessum verkefnum hlutu 14 fullan styrk og að meðaltali hlutu styrkþegar um 62% af umbeðnum styrkjum. Umsækjendum hefur verið tilkynnt um niðurstöðu styrkumsókna en styrkþegar verða ekki gefnir út opinberlega fyrr en eftir rafræna úthlutunarhátíð sem haldin verður 5. desember kl. 15:00.

Tilkynning úr Fréttabréfi SSNE í nóvemer

VG

UMMÆLI