Útsýnispalli við Dettifoss lokað vegna aurskriðuLjósmynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Útsýnispalli við Dettifoss lokað vegna aurskriðu

Greint var frá því á Faceboook síðu Vatnaökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum á fimmtudaginn að stór aurskriða hafi fallið úr klettabrúnum Jökulsárgljúfra við útsýnispalla rétt norðvestan við Dettifoss. Gestum var ráðlagt að heimsækja ekki fossinn þar til landverðir fengju tækifæri til þess að taka stöðuna betur.

Í gær, föstudag, var síðan greint frá því að nyrsta hluta útsýnispallsins sem og gönguleið í Fosshvamm verði lokað þar til að sérfræðingar séu búnir að taka út stöðuna á svæðinu. Í tilkynningu segir að sárið í sprungunni virðist enn mjög óstöðugt og að fleiri sprungur hafi komið í ljós á svæðinu sem ekki voru þekktar áður. Því sé ekki öruggt að opna þennan hluta svæðisins fyrir gestum að svo stöddu.

Enn er hægt að fara og sjá Dettifoss, bæði frá syðri hluta útsýnispallarins og brúninni fyrir ofan Fosshvamm. Hins vegar eru aðstæður upp við fossinn krefjandi eftir veðrið undanfarna daga og biðja landverðir því gesti um að fara varlega.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó