Útvarp Akureyri leggur niður starfsemiAxel Axelsson, eigandi Útvarp Akureyri, í stúdíóinu. Mynd: Vikudagur.

Útvarp Akureyri leggur niður starfsemi

Útvarp Akureyri, eina útvarpsstöð Akureyrar hefur nú lagt niður starfsemi. Útvarpsstöðin fór í loftið í desember 2017 og sendi út á tíðninni 98,7. Vikudagur greinir frá þessu í dag en eigandi stöðvarinnar, Axel Axelsson, staðfestir þetta í samtali við hann. Ástæðuna segir Axel vera að hugurinn hafi leitað annað og þar að auki sé rekstrarumhverfi fjölmiðla ekki mjög gott.

 „Ég ákvað bara að slökkva. Það var ekkert öðruvísi. Og geri það í fullri sátt við sjálfan mig og aðra. Mér fannst þetta vera komið gott og vildi snúa mér að öðrum hlutum. En auðvitað hefur slæmt rekstrarumhverfi fjölmiðla líka áhrif. Þetta var hins vegar mjög skemmtilegt á meðan á þessu stóð,“ segir Axel í samtali við Vikudag.   

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó