Útvarp Akureyri og Blóðbankinn í samstarfi – Aðeins 742 Akureyringar gefa blóð árlegaTrausti S. Friðriksson og Ester Ósk Árnadóttir sjá um Bæjarpúlsinn alla virka daga frá 13-15.

Útvarp Akureyri og Blóðbankinn í samstarfi – Aðeins 742 Akureyringar gefa blóð árlega

Bæjarpúlsinn er útvarpsþáttur sem er í samstarfi við Blóðbankann. Þátturinn er á dagskrá alla virka daga á Útvarp Akureyri FM 98,7 frá 13:00 – 15:00. Bæjarpúlsinn er í umsjón Trausta S. Friðrikssonar og Esterar Ósk Árnadóttur.

Tilgangurinn með samstarfinu er að sýna fram á bæði hversu auðvelt það er og mikilvægt að gefa blóð, t.a.m er farið yfir staðreyndir frá Blóðbankanum í þættinum. Þetta er gert í bland við margt annað og reynt að gera á léttum og skemmtilegum nótum.

Útvarp Akureyri telur þetta mikilvægt verkefni og kannski mikilvægara í því ljósi að aðeins tæplega 2000 blóðgjafir berast Blóðbankanum árlega. Þá eru í kringum 742 Akureyringar sem gefa blóð árlega. Það má alveg gera ráð fyrir því að miklu fleiri Akureyringar geti gefið blóð og þess vegna frábært að nota vettvang norðlensks fjölmiðils til að koma því áleiðis.

Fljótlega verður hrundið af stað verkefni sem miðar að því, með liðsinni Bæjarpúlsins á Útvarp Akureyri FM 98,7, að fjölga bljóðgjöfum og auka meðvitund fólks hér á Akureyri um mikilvægi þess að gefa blóð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó