Vaðlaheiðagöng ekki opnuð fyrr en í janúar á næsta ári

Vaðlaheiðargöng verða opnuð 15. janúar. Mynd: ÍAV.

Í drögum að nýrri verkáætlun kemur fram að Vaðlaheiðargöng verði ekki opnuð á þessu ári eins og stóð til. Gert var ráð fyrir því að göngin yrðu opnuð með haustinu en nú hefur opnuninni verið frestað þangað til um miðjan janúar á næsta ári. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu í síðustu viku.

Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður Ósafls, verktakans við göngin segir 15. janúar 2019 vera dagsetninguna sem verið er að vinna með í augnablikinu. Enn hafa ekki komið ítarlegar skýringar á því hvers vegna tafirnar urðu en Sigurður segir að heilmiklar viðbætur hafi verið gerðar sem tefja fyrir opnuninni sem upphaflega var stefnt að núna á fyrstu mánuðum vetrarins.

Sambíó

UMMÆLI