Vala Eiríks gefur út nýtt lag og myndband

Vala Eiríks gefur út nýtt lag og myndband

Akureyringurinn Vala Eiríks sendi í dag frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Dulúð fylgir dögun og myndbandi við það má sjá hér að neðan.

Vala samdi lagið og textann við það sjálf en hún hefur vakið mikla athygli hér á landi undanfarin ár bæði sem útvarpskona og sem sigurvegari keppninnar Allir geta dansað.

Hún segir í samtali við Vísi að lagið fjalli um það sem þú þarft á því að halda að það fjalli um.

„Undirtónninn er samt sem áður von og fegurð lífsins. Ég skrifaði lagið út frá tíma þar sem mér fannst heimurinn vera á móti mér. Svo ákvað ég að sleppa bara. Treysta lífinu. Treysta á það góða í heiminum. Það er miklu meira fallegt við þetta líf, en ekki,“ segir Vala í samtali við Vísi.

UMMÆLI