Vandræðaskáld senda frá sér sumarsmell: „Það er ofmetið að vera tanaður í framan”

Vandræðaskáld senda frá sér sumarsmell: „Það er ofmetið að vera tanaður í framan”

Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bergmann Bragason mynda gríndúettinn Vandræðaskáld. Þau sendu frá sér nýtt sumarlag um helgina sem hefur slegið í gegn.

Vandræðaskáld segjast hafa viljað fanga hina íslensku útilegu upplifun í einu lagi og það verður að segjast að það hafi tekist ansi vel.

„Hér kemur loksins þjóðhátíðarlagið sem enginn bað um. Í tilefni umræðunnar um veðurfar og ferðalög innanlands kemur hér sumarsmellurinn Útilegusár, þar sem við freistum þess að fanga hina íslensku útilegu upplifun í einu lagi!”

Sjá einnig: Áramótakveðja Vandræðaskálda 2018 – Myndband

Hlustaðu á lagið í spilaranum hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó