Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Vandræðaskáld slá í gegn í nýju myndbandi um ástandið – #Bjarnaverndarnefnd

Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur.

Söngdúettinn Vandræðaskáld, þau Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafs, hafa rækilega slegið í gegn síðastliðið ár en þau beita sér í því að syngja og spila lög sem þau semja sjálf. Þau gera ýmist grín að pólitík, lífinu, Lánasjóði íslenskra námsmanna og bara það sem þeim dettur í hug hverju sinni. Þegar þetta er skrifað eiga þau nokkuð mörg myndbönd sem þau hafa deilt á facebook síðu sína, þar á meðal tvö myndbönd sem fengu hátt í 200.000 áhorf.

Vandræðaskáld þurftu að sjálfsögðu að gera grín að ástandinu sem ríkir í landinu í dag og taka Bjarna Ben sérstaklega fyrir í nýjasta laginu þeirra. Hér að neðan má sjá myndbandið.


Textinn:
Hvað gengur að hjá fólki,
ég get þetta ekki lengur.
Sjá þau ekki í alvöru,
hvað Bjarni er góður drengur.

Þau pískra bara og púa,
og finna allt til ama.
Þau geta ekki sætt sig við hans pólitíska frama,
og grafa því upp smámál eins og Icehot og Panama

Eða þetta nýjasta sem mér finnst öllu verra,
hvað með það þó pabb’ans hafi kvittað fyrir perra?
Þó Bjarni hafi leynt því kallar ekki á hýðingar,
svo hættið þessu, hættið þessu Bjarnaníðingar.

UMMÆLI