Vara við hálku á Akureyri

Vara við hálku á Akureyri

Slökkviliðið og Lögreglan á Akureyri hafa varað við mikilli hálku í bænum í dag. Í tilkynningu frá slökkviliðinu eru gangandi vegfarendur minntir á að nota brodda og þeir sem eru akandi beðnir um að keyra varlega í dag.

Hlýnað hefur um tvær til þrjár gráður í bænum og því mikil hálka nú þar sem áður var snjór.

https://www.facebook.com/slokkak/posts/3739237486163775

UMMÆLI