Vara við hálku á Akureyri

Vara við hálku á Akureyri

Slökkviliðið og Lögreglan á Akureyri hafa varað við mikilli hálku í bænum í dag. Í tilkynningu frá slökkviliðinu eru gangandi vegfarendur minntir á að nota brodda og þeir sem eru akandi beðnir um að keyra varlega í dag.

Hlýnað hefur um tvær til þrjár gráður í bænum og því mikil hálka nú þar sem áður var snjór.

Nú er hált, krakkar mínir ;)Vonandi eigið þið góða helgi. Farið varlega, notið brodda þið sem eruð gangandi og keyrið varlega í dag þið sem eruð á bíl 😉

Posted by Slökkvilið Akureyrar on Saturday, January 16, 2021

Goblin.is

UMMÆLI


Goblin.is