Varað við svifryksmengun á Akureyri

Varað við svifryksmengun á Akureyri

Búast má við því að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk á Akureyri í dag og næstu daga. Varað hefur verið við miklu svifryki á vef bæjarins en kalt er í veðri, hægur vindur og götur að mestu þurrar.

Á vef Akureyrarbæjar segir að þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni við miklar umferðargötur.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um svifryk í rauntíma, samkvæmt loftgæðamæli við Strandgötu á Akureyri.

„Besta leiðin til að bregðast við loftmengun er að fólk nýti sér vistvænar samgöngur, eins og að ganga, hjóla eða samnýta bíla. Þá er auðvitað frítt í strætó á Akureyri og er tilvalið að nota almenningssamgöngur á dögum sem þessum. Þannig fækkum við bílum á götunum og drögum úr svifryki,“ segir á Akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI