Akureyri-Færeyjar

Varðveita listaverk Margeirs Dire

Varðveita listaverk Margeirs Dire

Strætóskýli sem hýsir andlitsmynd málaða af akureyrska listamanninum Margeiri Dire Sigurðarssyni hefur nú verið komið fyrir á Prikinu, kaffihúsi í Reykjavík.

Rekstraraðilar Priksins tóku eftir strætóskýlinu sem stóð við Njarðargötu í Reykavík og vöktu athygli á málefninu. Upp kom sú hugmynd að skýlið yrði fært til varðveislu í portinu við Prikið.

Í Facebook-færslu frá Prikinu segir að portið hafi verið óformlegur sýningarsalur veggjalistar í miðborg Reykjavíkur undanfarin áratug.

„Það gékk gríðarlega vel fyrir sig og kunnum við Reykjavíkurborg bestu þakkir fyrir liðleikann og samstarfið. Skýlið er komið á sinn heimastað í bili, heimavöllur Margeirs var og er ennþá Prikið Bankastræti. Munum við gæta þess og halda við. Einnig verður sett verður plexiglers-plata yfir álverkið til að halda verkinu öruggu.Komið og fáið ykkur kaffibolla með honum í portinu. Við sjáumst hér og Margeir að eilífu,“ segir í Facebook færslunni.

Margeir Dire Sigurðarson fæddist á Akureyri 12. apríl 1985. Hann lést í Berlín 30. mars 2019.

UMMÆLI