Prenthaus

Veðrið mörgum til vandræða – Umferð um Öxnadalsheiði erfið

Þó svo að kominn sé maí var fólk í vandræðum með veðrið um helgina.

Veðrið virtist koma mörgum úr jafnvægi nú um helgina en bæði á föstudaginn og á sunnudeginum urðu talsverðar tafir á umferð um Öxnadalsheiði.  Nánar tiltekið voru tafirnar flestar í Bakkaselsbrekkunni, þar sem ökumenn, þá sérstaklega flutningabifreiða og húsbíla, lentu í vandræðum vegna hálku og skafrennings. T.a.m. var heiðinni lokað í tvær klukkustundir í gær vegna bifreiða sem sátu fastar vegna hálku og skafrennings. Lögreglan treystir því að séu meðvitaðir um veðuraðstæður og brýna fyrir fólki á ferðinni að kynna sér ævinlega aðstæður áður en lagt er í hann yfir landið.

,,Allt fór vel en ljóst er að ökumenn verða að fylgjast vel með veðurfregnum séu þeir að fara landshorna á milli þó svo að það sé komið fram í maí, það er allra veðra von!“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó