Veðurviðvörun gefin út – Veður versnar seinnipartinn í dag


Bæði lögreglan á Norðurlandi eystra sem og Vegagerðin hafa gefið út viðvörun vegna versnandi veðurs. Þá er útlit fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og éljum um landið norðanvert allt fram á föstudag. Hríðarbakki er væntanlegur úr norðri upp úr kl. 16-17 í dag og kemur til með að versna til muna norðanlands og á norðanverðum Vestfjörðum. Reikna má með 15-2ö m/s með ofankomu og skafrenningi. Mjög blint verður við þessar aðstæður og einnig á láglendi.

Fólk sem hyggur á ferðalög er því hvatt til að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana inn á vedur.is og vegagerdin.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó