Vegfarandi á hlaupahjóli varð fyrir bíl

Vegfarandi á hlaupahjóli varð fyrir bíl

Bifreið var ekið á vegfaranda sem var á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis um klukkan átta í morgun. Ökumaður hlaupahjólsins er eitthvað slasaður en var með meðvitund er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Miðhúsabraut var lokað við Mýrarveg, Þórunnarstræti Naustabraut vegna rannsóknar lögreglu. Lokuninni hefur verið aflétt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó