Þór Pálsson, framkvæmdastjóri/skólameistari Rafmenntar heimsótti á dögunum Verkmenntaskólann á Akureyri og færði öllum nemendum á fyrstu önn í grunndeild rafiðna hágæða Helly Hansen vinnubuxur. Buxurnar fá nemendur að gjöf frá Rafmennt, Rafiðnaðarsambandinu og Samtökum rafverktaka (SART).
Í tilkynningu frá skólanum segir: „Það er gömul saga og ný að stuðningur atvinnulífsins við nemendur og skólann er ómetanlegur […] Bestu þakkir Rafmennt, RSÍ og SART fyrir þessa góðu gjöf!“


COMMENTS