Verandi ekki bóndi

 

Hörður Finnbogason skrifar.

Höfundur er ferðamálafræðingur og skipar 3. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Eftir að hafa lesið fréttir af vondri stöðu sauðfjárbænda fannst mér nauðsynlegt að skoða málið betur.  Ég er að taka mín fyrst skref í stjórnmálum og er því eins og 4 ára barn sem er komin með smá málþroska en þekki kannski ekki alla hluti. Það er alveg saman hversu mikið ég les fréttir og pistla ég næ ekki að kryfja vandann, ég skil ekki kjarna vandamálsins.

Eftir að hafa aðeins velt því fyrir mér hvernig ég ætti að afla mér upplýsinga sem mark væri á takandi fékk ég ótrúlega hugmynd. Hún var svo villt og galin að ég var ekki viss um hvort þetta væri löglegt.

Ég tók upp símtalið og hringdi í tvo einstaklinga sem eru af sauðfjárbændum komnir og aðstoða báðir foreldra sína við bústörfin í hjáverkum og taka kannski við keflinu einn daginn.

Bæði búin eru hér á Norðurlandi, annað er í Öxarfirði en hitt í Mývatnssveit.  Búin eru bæði frekar smá í sniðum miðað við það sem áður var, en það sem skilur þau að er að  á meðan annað búið selur afurðrarstöðvunum kjötið sitt tekur hitt búið  mest allt sitt kjöt heim eftir slátrun, vinnur sínar eigin afurðir úr því og fer með eigin sölumál. .

Eftir að hafa spjallað lengi við báða aðila í sitthvoru lagi og spurt þá opninna spurninga um mögulegar lausnir á vanda sauðfjárræktenda á Íslandi kom niðurstaða.  Ekki lausn, en niðurstaða sem þeir sammældust báðir um án þess að ég hafi þvingað mál þeirra á nokkurn hátt.

Báðir þessir aðilar sögðu að núverandi kerfi væri ónýtt. Að þær lausnir sem ræddar voru  hér fyrir nokkrum vikum um að borga bændur út og að leggja út stóra styrki væri í senn galið og enginn lausn.  Vandamálið væri ekki fjöldi fjár eða fjöldi búa. Heldur að þetta kerfi sem væri boðið upp á í dag væri meingallað og ekki til eftirbreytni að halda við.

Þegar ég spurði viðmælendur mína beint út, “hvernig á að laga kerfið?” Það stóð ekki á svörum. Báðir sammældust  um að besta lausnin til að fækka fé, og viðhalda sauðfjárstofninum, þekkingunni og sveitum landsins í byggð væri að breyta lögum og reglugerðum er varða slátrunar- og  vinnsluleyfi. Þeirra rök fólust í því að það eitt og sér að ætla bara að stækka búin til að ná upp stærðarhagkvæmni væri ekki góð, því kostnaður við ræktunina ykist jafnt og þétt með fjölgun fjár og æti upp alla framlegð.

Ráðið væri að minnka frekar búin og gefa bændum frjálsari hendur með hvernig þeir fara með vöruna sína. Fyrst þyrfti að ná niður sláturkostnaði, svo að lagfæra reglugerðir þannig að bændur geti framleitt sína eigin vöru með góðu móti.  Þannig myndi verða eftir miklu hærra hlutfall verðmæta hjá bændum og tekjur gætu aukist hlutfallslega mikið miðað við óbreytta stofnstærð eða jafnvel minni.

Hitt er annað mál að og þetta höfðu þeir báðir að segja, að seint verður hægt að reka sauðfjárbú eitt og sér, flest allir sauðfjárbændur vinna aðra vinnu með, utan sveitar eða með blönduðu búi. Með þessum breytingum sem þeir tala fyrir, gæti greinin orðið sjálfbær og jafnvel skilið einhvern aur eftir í vösum þeirra.

Ef bændur eru á þessu máli, afhverju eru ráðamenn þjóðar að reyna kaupa þá út?

UMMÆLI

Sambíó