Verðkönnun: 19% verðmunur á umfelgun á dekkjaverkstæðum Akureyrar

Verðkönnun: 19% verðmunur á umfelgun á dekkjaverkstæðum Akureyrar

Nú er það ljóst að blákaldur veturinn, í orðsins fyllstu merkingu, er farinn að bresta á og því fer fljótlega að koma að því að skipta yfir í vetrardekkin. Kaffið gerir reglulega verðkannanir á hinum ýmsu vörum og þjónustu á Akureyri og að þessu sinni var hringt í öll dekkjaverkstæði Akureyrar og kannað verð á umfelgun. Hringt var í verkstæðin og spurst fyrir um umfelgun á 16″ dekkjum á venjulegum fólksbíl. Ekki var spurst fyrir um afslætti eða annað slíkt en mörg verkstæðin bjóða upp á betri kjör með framvísun KEA-korts eða annarra aflsáttarkorta.

19% verðmunur milli hæsta og lægsta verðs 
Ódýrast er að umfelga bílinn hjá Bílatorgi en þar kostar það 8.690 kr. Dýrast er að umfelga hjá Dekkjahöllinni þar sem umfelgunin kostar 10.690 kr. Hjá Höldur bílaverkstæði kostar umfelgun 9.450 kr. en hjá Dekkjasölu Akureyrar (Nesdekkjum) kostar það 9.950 kr. N1 smurverkstæði segist ekki umfelga í ár þar sem alveg nóg sé að gera í smurningu á verkstæðinu.

Dekkjahöllin – 10.690 kr. 

Nesdekk / Dekkjasala Akureyrar – 9950 kr.

Höldur – 9.450 kr. 

Bílatorgið – 8.960 kr.  

Allt að 23% hækkun í verði á einu ári 
Kaffið gerði sömu verðkönnun á umfelgun 16″ dekkja á fólksbíl í apríl 2017. Úr þeirri könnun komu sömu niðurstöður og nú.
Ódýrast var að umfelga bílinn hjá Bílatorgi en þar kostaði það 7.980 kr. í fyrra. Þá var reyndar dýrast að umfelga bílinn hjá N1, eða 9.493 kr., meðan Dekkjahöllin rukkaði 9.490 kr. fyrir þjónustuna.
Kaffið bar því saman verð frá því í apríl í fyrra og nú í október, ári seinna. Á þessum tíma eru verðin búin að hækka um 12-23%. Lægsta verðið hjá Bílatorgi hefur hækkað um 12% en verð Dekkjahallarinnar hefur hækkað um 15%. Mesta hækkunin var þó hjá Dekkjasölu Akureyrar sem hefur hækkað verðið um 23% frá síðasta ári.

Verkstæði Apríl 2017 Október 2018 Hækkun í prósentum
Bílatorgið 7.980 kr. 8.690 kr. 12%
Dekkjahöllin 9.490 kr. 10.690 kr. 15%
Dekkjasala Akureyrar / Nesdekk 8.055 kr. 9.950 kr. 23%
Höldur bílaverkstæði Náðist ekki í verkstæðið við gerð könnunar 9.450 kr.

UMMÆLI

Sambíó