Verðskrá fyrir akstur gegnum Vaðlaheiðargöng mun verða birt 30. nóvember

Verðskrá fyrir akstur gegnum Vaðlaheiðargöng mun verða birt 30. nóvember

Verðskrá fyrir akstur gegnum Vaðlaheiðargöng mun verða birt 30. nóvember næstkomandi á heimasíðunni veggjald.is.

Ásamt verðskránni mun verða hægt að skrá sig og kaupa ferðir í gögnin á heimsíðunni, bæði stakar ferðir og fleiri. Ekkert gjaldskýli mun verða við göngin en myndavélar inn í göngunum munu sjá til þess að taka myndir af bílnúmerum og skuldfæra út frá þeim.

Í þeim tilfellum sem eigandi ökutækis hefur ekki keypt fyrirfram ferð eða ferðir á vefnum veggjald.is, mun viðkomandi greiða fullt gjald. Viðkomandi hefur þó þrjá klukkutíma til að skrá bílnúmerið og tengja það við sitt kreditkort eða debetkort inn á veggjald.is til þess að greiða lægri upphæð fyrir ferðina en ella, eftir að ferðin hefur verði farin.

UMMÆLI