Viðar „Enski“ Skjóldal með uppistand og pub quiz á Akureyri annan í jólum

Viðar „Enski“ Skjóldal með uppistand og pub quiz á Akureyri annan í jólum

Samfélagsmiðlastjarnan Viðar Skjóldal sem hefur slegið í gegn sem Enski á Snapchat er kominn heim til Akureyrar yfir hátíðirnar. Viðar ætlar að skemmta Akureyringum yfir jólin og bjóða upp á pub quiz og uppistand á Cafe Amour annan í jólum.

Sjá einnig: Viðar vill breyta nafninu sínu í Enski

Enski segir í samtali við Kaffið að hann búist við mögnuðu kvöldi og að hann verði í sínu allra besta formi. Spurningarnar í Pub quiz-inu verða um allt á milli himins og jarðar. Viðburðurinn verður í boði Cafe Amour, Greifans, Ak-inn og Djáknans og verða vegleg verðlaun í boði frá þessum stöðum.

Veislan hefst klukkan 22:00 26. desember á Cafe Amour.

Sambíó

UMMÆLI