Viðræður um opnun Vínbúðar á Norðurtorgi

Viðræður um opnun Vínbúðar á Norðurtorgi

Ákveðið hefur verið að ganga til viðræðna við forsvarsenn Norðurtorgs á Akureyri vegna hugsanlegs útibús fyrir vínbúð. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins en þar segir að í skriflegu svari frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Vínbúðarinnar komi fram að tveir aðilar hafi skilað inn tilboðum í pláss fyrir vínbúð á Akureyri.

Þessir aðilar voru Glerártorg og Norðurtorg. Auglýst var eftir plássi fyrir vínbúð fyrir um þremur mánuðum en Ríkiskaup óskuðu þá eftir 600 til 800 fermetra húsnæði fyrir Vínbúð á Akureyri.

Í umfjöllun Vikublaðsins vegna málsins segir að ekki sé ljóst hvort verslun Vínbúðarinnar við Hólabraut muni loka náist samningar um pláss á Norðurtorgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó