Viðtalið – Kristján Már Þorsteinsson

Viðtalið – Kristján Már Þorsteinsson

Kristján Már Þorsteinsson er fyrsti gestur Ásgeirs Ólafs í nýjum hlaðvarpsþætti, Viðtalið. Kristján Már og Ásgeir ræddu saman um mál 13 ára dóttur Kristjáns sem hefur vakið athygli hér á landi.

Í febrúar var kveðinn upp dómur í héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem kennara við Dalvíkurskóla voru dæmdar 8 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar. Uppsögnin var tilkomin vegna atviks sem átti sér stað á skólalóðinni síðastliðið vor en kennarinn sló nemanda utanundir, 13 ára stúlku, sem áður hafði slegið hann. Kennarinn sagðist hafa brugðist við í sjálfsvörn.

Kristján Már er faðir 13 ára stúlkunnar og hann fór yfir atburðarrásina frá sínu sjónarhorni með Ásgeiri Ólafs.

„Þetta er ótrúleg frásögn af máli sem er að setja sér fordæmi í Íslandssögunni. Aldrei fyrr hefur verið ráðist jafn grimmt á barn á svo mörgum vígstöðvum,“ segir Ásgeir um frásögn Kristjáns.

Hlustaðu á þáttinn:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó