Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fór fram í fjórum athöfnum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 13. og 14. júní. Aldrei hafa fleiri kandídatar brautskráðst frá háskólanum en samtals brautskráðist 591 kandídat í grunn- og framhaldsnámi af tveimur fræðasviðum. Á athöfninni voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og þátttöku.
Smelltu hér til að lesa nánar um Háskólahátíðina
Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í grunnnámi hlutu eftirtalin:
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið
- Auðlindadeild: Harpa Kristín Sigmarsdóttir fyrir bestan námsárangur
- Hjúkrunarfræðideild: Sveindís Ósk Ólafsdóttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir bestan námsárangur til BS gráðu í hjúkrunarfræði. Ásta María Kristjánsdóttir og Sigurrós Halldórsdóttir frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands fyrir bestan námsárangur í samfélagshjúkrun
- Iðjuþjálfunarfræðideild: Berglind Björk Guðmundsdóttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri – Kristnesspítala fyrir bestan námsárangur
- Viðskiptadeild: Anna Þyrí Halldórsdóttir fyrir bestan námsárangur og brautskráðist hún með hæstu einkunn kandídata er brautskrást hafa frá deildinni til BS gráðu frá upphafi
- Tölvunarfræði í samstarfi HA og HR: Unnur Ingvarsdóttir Olsen fyrir bestan námsárangur
- Fagnám fyrir starfandi sjúkraliða: Aldís Einarsdóttir af kjörsviði samfélagshjúkrunar og Svala Guðmundsdóttir af kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar hlutu viðurkenningu frá Sjúkraliðafélagi Íslands fyrir bestan námsárangur
Græn ritgerðarverðlaun frá Umhverfisráði HA
- Natalia Ramírez Carrera – nýdoktor frá Auðlindadeild
Hug- og félagsvísindasvið
- Félagsvísindadeild: Margrjet Davíðsdóttir hlaut viðurkenningu deildarinnar fyrir bestan námsárangur bakkalárnema
- Lagadeild: Amelía Mist Guðmundsdóttir hlaut viðurkenningu deildarinnar fyrir bestan námsárangur bakkalárnema
- Kennaradeild: Dagný Rós Stefánsdóttir hlaut viðurkenningu deildarinnar fyrir bestan námsárangur bakkalárnema
- Sálfræðideild: Aldís Birna Björnsdóttir hlaut viðurkenningu deildarinnar fyrir bestan námsárangur bakkalárnema
Græn ritgerðarverðlaun frá Umhverfisráði HA
- Ásta G. Birgisdóttir, kandídat í Sálfræðideild
- Johanna Franke, kandídat í Lagadeild
- Renata Colwell, kandídat í Lagadeild
Aðrar viðurkenningar innan hug- og félagsvísindasviðs
- KEA: Halldór Tumi Ólason hlaut viðurkenningu frá KEA fyrir hæstu meðaleinkunn grunnnema innan fræðasviðsins
- ZONTA klúbbur Akureyrar: Hildur Lilja Jónsdóttir
- Landssamband lögreglumanna: Halldór Tumi Ólason hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn í diplómanámi fyrir verðandi lögreglumenn frá Landssambandi lögreglumanna
- Ríkislögreglustjóri: Þór Þórðarson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn til BA prófs í lögreglu- og löggæslufræði frá ríkislögreglustjóra
Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í framhaldsnámi hlutu eftirtaldir:
- Gunnar Ingi Láruson kandídat í MM í stjórnun fyrir bestan námsárangur til meistaraprófs á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði
- Hjördís Guðmundsdóttir MA í rannsóknatengdu meistaranámi í félagsvísindum hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í framhaldsnámi á Hug- og félagsvísindasviði
- Kristín Edda Sigurðardóttir frá Iðjuþjálfafélagi Íslands fyrir bestan námsárangur í iðjuþjálfun til starfsréttinda
Heiðursverðlaun Góðvina
T.v. Lilja Margrét Óskarsdóttir ásamt rektor og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur formanni Góðvina og t.h. Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir, Bryndís Eva var ekki viðstödd
Í 21. skipti veittu Góðvinir Háskólans á Akureyri, félag brautskráðra stúdenta við HA og annarra velunnara háskólans, viðurkenningar til kandídata sem hafa sýnt góðan námsárangur og óeigingjarnt starf í þágu háskólans meðan á námi stóð. Þrjár hlutu heiðursverðlaun Góðvina að þessu sinni:
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið: Ragnheiður Rós Kristjánsdóttir, kandídat í viðskiptafræði
Hug- og félagsvísindasvið: Bryndís Eva Stefánsdóttir, kandídat í kennarafræði
Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið: Lilja Margrét Óskarsdóttir, kandídat í iðjuþjálfunarfræði
Forsíðumynd: Anna Þyrí Halldórsdóttir og Sigurður Ragnarsson deildarforseti Viðskiptadeildar, Halldór Tumi Ólason og Sigurður Kristinsson deildarforseti Félagsvísindadeildar
UMMÆLI