Vigfús nýr starfsstöðvarstjóri COWI á Akureyri

Vigfús nýr starfsstöðvarstjóri COWI á Akureyri

Vigfús Björnsson hefur tekið við sem nýr starfsstöðvarstjóri COWI á Akureyri. Ráðning Vigfúsar sem starfsstöðvarstjóra svæðisins er hluti af markmiðum COWI að auka umsvif sín á Norðurlandi og byggja upp til framtíðar.

COWI styrkir einnig starfsemi sína á Akureyri með því að flytja aðstöðu sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tryggvabraut 10. Undanfarna mánuði hefur verið unnið endurbótum á húsnæðinu sem nú hefur verið tekið í notkun. 

„Markmiðið er að auka umsvif á Norðurlandi og byggja upp til framtíðar. Nýinnréttað og glæsilegt húsnæði veitir þann möguleika að stækka hópinn og efla þjónustuna á svæðinu. Það er mikið tilhlökkunarefni taka þátt í því starfi sem fram undan er hjá COWI og ég er viss um að við getum með framlagi okkar og þjónustu stuðlað að eflingu atvinnulífs og uppbyggingar í nærsamfélaginu,“ segir Vigfús Björnsson.

Nýja skrifstofan býður upp á nútímalega og rúmgóða aðstöðu sem skapar enn fleiri tækifæri til vaxtar og þróunar á starfseminni á svæðinu. Verkfræðingar og aðrir sérfræðingar eiga núna fjölbreyttari möguleika til að starfa í heimabyggð og viðskiptavinir njóta góðs af. 

COMMENTS