Myndlistarmaðurinn Vikar Mar opnar sýningu sína Línumál í Hofi næstkomandi laugardag, 7. júní. Vikar (f. 1999) er myndlistarmaður búsettur og starfandi á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hann vinnur aðallega málverk, þar sem efniskennd, endurtekning og táknmyndir mynda kjarnann í sjónrænni rannsókn hans. Vikar notar aðallega akrílmálningu á striga, en hefur jafnframt þróað verk á fundna fleti og efni úr nærumhverfinu.
Í sýningunni Línumál heldur Vikar Mar áfram rannsókn sinni á eðli málverksins sem miðils merkingar, skynjunar og efnis. Á sýninguni dregur hann fram sjónrænt málkerfi sem byggir á síendurtekinni línulegri mótun. Línan er í þessu samhengi bæði formgerð og tákn, hreyfing og ummerki, sem vísa út fyrir hefðbundin mörk túlkunar.
Verkin á sýningunni eru til sölu og fer salan í gegnum Vikar Mar beint eða Kistu í hofi
UMMÆLI