Víkingur Hauksson svarar spurningum um Bitcoin

Víkingur Hauksson svarar spurningum um Bitcoin

Akureyringurinn Víkingur Hauksson mætti aftur í hlaðvarpsþáttinn 24/7 sem Beggi Ólafs sér um til þess að ræða rafmyntir og Bitcoin frekar. Víkingur var gestur í þættinum fyrir nokkrum vikum þar sem hann ræddi Bitcoin í þætti sem vakti mikla athygli og núna er kafað enn dýpra í málefni sem tengjast rafmyntinni.

Sjá einnig: Víkingur Hauksson ræðir bitcoin hjá Begga Ólafs

Víkingur er sjálfstæður fjárfestir og Bitcoin sérfræðingur. Í þættinum svarar Víkingur spurningum frá hlustendum um Bitcoin. Víkingur talar meðal annars um bitcoin í samhengi við ríkistjórnina og seðlabankann, af hverju hann hefur svona litla trú á öðrum rafmyntum, hvað Bitcoin hefur yfir aðrar rafymyntir, hvernig Bitcoin mun leysa vanda peningsins, að Bitcoin sé besti harði peningur til að geyma virði, að það sé ekki of seint að kaupa sér Bitcoin, af hverju Bitcoin verður til í takmörkuðu magni einn daginn, hvort að Bitcoin verði gjaldmiðill eða bara vermætageymsla, hvað hann myndi gera við tíu milljónir ef hann ætti ekki neitt og margt margt fleira.

Horfðu og hlustaðu í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó