Viktor Samúelsson og Hulda B. Waage íþróttafólk Akureyrar 2018Mynd: Þ​órir Ó. Tryggva­son

Viktor Samúelsson og Hulda B. Waage íþróttafólk Akureyrar 2018

Kjöri á íþróttamanni Akureyrar 2018 var lýst í Hofi í kvöld en þetta var í 40. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður.
Þetta var í 40. skipti sem íþróttamaður Ak­ur­eyr­ar er heiðraður. Alls hlutu 13 íþrótta­kon­ur og 15 íþrót­ta­karl­ar úr röðum aðild­ar­fé­laga Íþrótta­banda­lags Ak­ur­eyr­ar, ÍBA, at­kvæði til kjörs­ins. Á at­höfn­inni veitti frí­stundaráð viður­kenn­ing­ar fyr­ir Íslands­meist­ara­titla og sér­stak­ar heiður­sviður­kenn­ing­ar auk þess sem Af­reks­sjóður Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar veitti af­reks­styrki og aðild­ar­fé­lög­um styrki fyr­ir landsliðsmenn.

Íþróttakona Akureyrar 2018 er Hulda B. Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar.

Í 2. sæti varð Silvía Rán Björgvinsdóttir hokkýkona úr Skautafélagi Akureyrar og í 3. Sæti Martha Hermannsdóttir handknattleikskona úr KA/Þór.

Íþróttakarl Akureyrar 2018 var kjörinn Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar.

Í 2. sæti varð Filip Szewczyk blakmaður úr KA og í 3. sæti varð Alexander Hinriksson júdómaður úr KA.

Þá voru veittar heiðursviðurkenningar Frístundaráðs en þær hlutu þau Árni Óðinsson fv. Formaður Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fv. Formaður KA, bæði fyrir mikið og óeigingjarn starf í þágu íþrótta- og félagsmála á Akureyri.

Nánar á vef ÍBA hér.

UMMÆLI

Sambíó