Víkurskarð enn lokað – Engar mjólkurvörur komust til Húsavíkur

Tekið úr vefmyndavél við Víkurskarð.

Víkurskarð hefur verið lokað í dag vegna veðurs og í kjölfarið hafa engar mjólkurvörur náð að berast á Húsavík. Mjólkurvörur koma í Krambúðina annan hvern dag en síðast komu þær til Húsavíkur í fyrradag. Krambúðin er þó ágætlega búin og ástandið því ekki slæmt.

Lögreglan á Húsavík segir að færðin innanbæjar sé mjög góð en slæm í sveitum í kring þar sem víða er ófært, þ.a.l. komast engar vörur til bæjarins. Björgunarsveitin var ræst út í nótt til að aðstoða fólk sem ætlaði sér til Akureyrar en það reyndist ómögulegt vegna ófærðar.

Víða hafa vegir verið lokaðir vegna veðurs en eftirfarandi vegir eru enn lokaðir: Öxnadalsheiði, Ólafsfjarðarmúli, Hófaskarð og í kringum Mývatn.

UMMÆLI