Vilborg sæmd fálkaorðunni

Vilborg sæmd fálkaorðunni

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Akureyringurinn Vilborg Arnarsdóttir var á meðal þeirra 14 sem fengu fálkaorðuna á nýársdag.

Vilborg Arnarsdóttir starfar sem verslunarstjóri hjá Olís við Tryggvabraut á Akureyri. Vilborg var sæmd fálkaorðunni fyrir sjálfboðastörf við uppbyggingu fjölskyldugarðs í heimabyggð.

Vilborg er frumkvöðullinn á bakvið fjölskyldugarðinn Raggagarð í Súðavík. Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum á svæðinu og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Að halda áfram uppbyggingu Súðavíkur sem ferðamannabæjar og efla afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu. Vilborg kannaði áhuga heimamanna á þessu verkefni og kom í ljós að heimamenn, sumarhúsaeigendur og aðrir aðilar höfðu mikinn áhuga á verkefninu. Í framhaldinu var sótt um lóð fyrir fjölskyldugarðinn til hreppsnefndar Súðavíkurhrepps haustið 2003.

Fyrsti áfangi garðsins var opnaður 6. ágúst 2005 á Listasumri í Súðavík. Reiknað er með að formlegum framkvæmdum við garðinn ljúki á árinu.

Hjónin Vilborg Arnarsdóttir og Halldór Már Þórisson afhentu forsetanum sögu Raggagarðs ásamt því að Guðni forseti veitti viðtöku skjali þar sem hjónin gáfu alla þeirra vinnu við Raggagarð síðustu 18 ár til Vestfriðinga og þjóðarinnar allra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó