Prenthaus

Vilja bæta núverandi skólphreinsun á Akureyri

Vilja bæta núverandi skólphreinsun á Akureyri

Könnunin Skólphreinsun á Akureyri er verkefni að frumkvæði nemenda við Háskólann á Akureyri, innan grænfánaverkefnisins og er hluti af starfsemi umhverfisráðs Háskólans á Akureyri. 96 prósent þátttakenda lýstu yfir vilja til að bæta núverandi skólphreinsun á Akureyri, en meirihlutinn nefndi umhverfis- og heilsufarslegar áhyggjur.

Alls tóku 568 þátt í könnuninni og voru 80,7 prósent sem töldu hreinsun frárennslis mjög mikilvæga. Í könnuninni kom einnig í ljós að 62 prósent þátttakenda vissu ekki að fráveitustöðin á Akureyri stundaði eingöngu síun, 70 prósent vissu ekki um lága skólphreinsunarstaðla á grundvelli íslenskra laga og 90 prósent töldu að breyta ætti lögum.

Þátttakendur voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum með því að skola ekki blautklútum, tannþráði og öðru rusli í klósettið, henda eldhúsafgöngum í lífrænan úrgang í stað klósettsins og safna og skila efnum í stað þess að hella þeim í vaskinn.

Könnunin gaf einnig til kynna að meirihluti svarenda væri konur og fjórðungur innflytjendur, sem gefur til kynna meiri áhyggjur af skólphreinsun meðal kvenna og innflytjenda. Þátttakendur voru tilbúnir að greiða að meðaltali á bilinu 1000-3000 krónur á mánuði fyrir endurbætta skólphreinsistöð. Þessi vilji til að borga meira er mikilvægur þar sem að mati Norðurorku myndi slík umbót krefjast umtalsverðrar fjárfestingar. Þetta kemur fram í umfjöllun um könnunina á vef Háskólans á Akureyri.

„Magn fráveituvatns á Akureyri er mjög mikið. Það er á við fráveitu frá bæ sem er tvöfalt stærri. Þessu veldur bæði iðnaður og mun meiri einstaklingsnotkun á vatni en gengur og gerist í öðrum löndum. Vandamálið eykst svo við árlega komu 200.000 ferðamanna,“ segir á vef HA.

Verkefnið er hluti af starfsemi umhverfisráðs Háskólans á Akureyri og undirstrikar mikilvægi samvinnu og aðgerða til að vernda umhverfið og lýðheilsu.

Nánari upplýsingar um könnunina hér

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó