fbpx

Vilja búa til mjólkurböð í Eyjafjarðarsveit

Kaffi Kú er í 10 mínútna aksturfjarlægð frá Akureyri.

Hjónin Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir og Einar Örn Aðalssteinsson eiga og reka saman kaffi- og veitingahúsið Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit. Þau sendu inn viðskiptahugmynd á sviði nýsköpunar í ferðaþjónustu til Startup Tourism verkefnisins um að markaðssetja Eyjafjarðarsveit og voru valin úr hópi rúmlega hundrað umsækjenda.

Startup Tourism leitar árlega eftir ferskum hugmyndum sem stuðla að dreifingu ferðamanna um land allt og í ár bárust þeim 113 umsóknir en úr þeim hópi voru 25 aðilar fengnir í viðtöl. Í kjölfarið voru 10 hugmyndir valdar úr þeim hópi og Kaffi Kú og the Secret Circle varð ein þeirra.

Leyndardómurinn á bakvið Akureyri: The Secret Circle
Hugmyndin byggir á því að markaðssetja Eyjafjarðarsveit sem The Secret Circle, eða leyndardómurinn á bakvið Akureyri. Þetta er hugsað til þess að kynna fyrir ferðamönnum þá gríðarlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár en fjöldinn allur af kaffihúsum, gistiheimilum og annarri afþreyingu er í boði á svæðinu en fáir vita af. ,,Það er nóg um að vera í sveitinni og þetta er ekki eins langt frá Akureyri og fólk heldur, Kaffi Kú er t.a.m. í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð. Þessi hugmynd var upphaflega hugsuð til að markaðssetja Kaffi Kú á stærri hátt en svo vonum við að allir komi bara með í bátinn ef þetta gengur upp. Því fleiri því betra,“ segir Sesselja bjartsýn.

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir.

Glæsilegur árangur hjá Sesselju í HÍ
Sesselja er MBA-nemandi við Háskóla Íslands og getur fagnað glæstum árangri með fyrirtæki þeirra hjóna. Hugmyndina um að byggja upp Kaffi Kú og markaðssetja Eyjafjarðarsveit er í stöðugri vinnslu hjá þeim hjónum en Sesselja nýtir sér m.a. MBA-námið við að þróa og útfæra hugmyndina frekar og ætlar sér einnig að fjalla um hana í lokaverkefni sínu í náminu. Þá langar þeim hjónum að bæta við mjólkurböðum, heilsulind og hóteli svo úr verði þróað og sjálfbært ferðaþjónustufyrirtæki.

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA