Vonir standa til að ný stólalyfta á skíðasvæði Hlíðarfjalls verði tekin í notkun í næstu eða þar næstu viku. Þetta er haft eftir Höllu Björk Reynisdóttur, formanns stjórnar Hlíðarfjalls í Morgunblaðinu í dag.
„Ég geri ráð fyrir að lyftan verði tilbúin í vikunni, en það er ekki komin nein ákveðin dagsetning á afhendinguna,“ segir Halla Björk í Morgunblaðinu í dag. „En þar sem það er vetrarfrí núna myndum við gjarnan vilja opna lyftuna áður en því lýkur.“
UMMÆLI