Viljayfirlýsing uppbyggingu íþróttamannvirkja á KA svæðinu

Viljayfirlýsing uppbyggingu íþróttamannvirkja á KA svæðinu

Akureyrarbær og Knattspyrnufélag Akureyrar skrifuðu um helgina undir viljayfirlýsingu er snýr að uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði KA við Dalsbraut. Þetta kemur fram á vef KA.

Þar segir að það séljóst að þetta séu gríðarlega jákvæð tíðindi fyrir félagið og stórt skref í átt að þeirri framtíðarstefnu sem félagið hefur unnið að undanfarin ár.

Ingvar Már Gíslason formaður KA skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd KA og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar skrifaði undir fyrir hönd bæjarins. Undirritunin er hluti af afmælisþætti KA sem má sjá hér fyrir neðan.

„Í viljayfirlýsingunni felst að KA er heimilt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á félagssvæði sínu við Dalsbraut. Horft verður til framtíðar við skipulagsvinnuna meðal annars með byggingu gervigrasvallar, áhorfendastúku og félagsaðstöðu. Þá mun KA gæta þess að skerða ekki um og uppbyggingarmöguleika félagsins til framtíðar.

Fyrirhugað er að þegar deiliskipulag liggur fyrir og það samþykkt af bæjarstjórn að gerður verði samningur við Akureyrarbæ um fyrirhugaða uppbyggingu þar sem fram mun koma nákvæm áætlun um verkefnið, stofnkostnaður, forgangsröðun, útfærsla og tímaætlun,“ segir í tilkynningu

Við undirritunina óskaði Ásthildur  KA-mönnum til hamingju með daginn. 

„Ég held að við getum öll verið ánægð með þessa viljayfirlýsingu sem hér er undirrituð. Ég held að það geti allir verið sammála hér um það að það sé risaskref fyrir félagsstarfið hjá KA-mönnum að geta farið í þetta verkefni. Þannig að ég óska ykkur til hamingju og hlakka til þessa samstarfs okkar á milli og hlakka til þegar við getum séð glæsilega uppbyggingu á þessu svæði hér verða að veruleika.“

UMMÆLI