Vinnuslys við KA-heimiliðMynd/KA

Vinnuslys við KA-heimilið

Alvarlegt vinnuslys varð við KA-heimilið á sl. föstudag þegar steypusíló féll á mann sem var að störfum á byggingarsvæði nýrrar stúku við völl félagsins. Þetta staðfesti Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri við RÚV, þar segir einnig:

„Maðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en ekki talinn í lífshættu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins en ekki hafa fengist nánari upplýsingar að svo stöddu.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó