halloakureyri.is

Virkum smitum á Norðurlandi eystra fjölgar

Virkum smitum á Norðurlandi eystra fjölgar

Virkum smitum á Norðurlandi eystra fjölgaði á milli daga í fyrsta sinn síðan 7. nóvember. Í gær voru 9 virk smit skráð á Covid.is en í dag eru þau 10.

Átján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö af þeim sem greindust voru utan sóttkvíar, en ellefu voru í sóttkví við greiningu.

Sjö einstaklingar eru nú í sóttkví á Norðurlandi eystra, níu voru í sóttkví í gær.

VAMOS AEY

UMMÆLI