Virkum smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Í dag eru 43 virk Covid-19 smit á Norðurlandi eystra samkvæmt tölum á covid.is. Það fækkar því um eitt virkt smit á milli daga en í gær voru 44 virk smit skráð.

Það fækkar einnig í sóttkví á svæðinu en í dag eru 76 einstaklingar í sóttkví samanborið við 85 í gær.

Á landinu öllu greindust 58 ný smit í gær. 78 prósent þeirra voru í sóttkví við greiningu.

UMMÆLI