Virkum smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Virkum smitum á Norðurlandi eystra fækkar á milli dag samkævmt tölum dagsins á Covid.is. Virk smit eru nú aftur orðin tvö en í gær voru skráð þrjú virk smit á svæðinu.

Smitum á landinu hefur fjölgað hratt síðustu daga en aðallega á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Tvö smitanna sem greinst hafa á Norðurlandi eystra á síðustu dögum voru í Mývatnssveit en ekki hefur verið greint nánar frá staðsetningu þess þriðja.

Átján einstaklingar eru nú í sóttkví á Norðurlandi eystra.

UMMÆLI