fbpx

Virkum smitum fækkar áfram á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fækkar áfram á Norðurlandi eystra

36 einstaklingar eru skráðir í einangrun með virkt Covid-19 smit á Norðurlandi eystra í dag. Það fækkar um fjóra í einangrun frá tölum gærdagsins. Þetta kemur fram á vef Covid.is í dag.

Það fækkar einnig áfram í sóttkví á svæðinu en nú eru einungis 24 eftir í sóttkví á Norðurlandi eystra. Í gær voru 32 í sóttkví.

UMMÆLI