Virkum smitum fækkar hratt á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fækkar hratt á Norðurlandi eystra

68 einstaklingar eru í einangrun á Norðurlandi eystra vegna Covid-19 í dag. Það fækkar um 17 virk smit frá því í gær og samtals hefur virkum smitum fækkað um 31 yfir helgina.

74 eru í sóttkví á svæðinu í dag en þar fækkar um 11 frá því í gær.

Aðeins þrjú ný smit greindust á landinu öllu í dag samkvæmt tölum á covid.is. Eitt þeirra í sóttkví en tvö utan sóttkvíar.

UMMÆLI