Sex Covid-19 smit greindust á Norðurlandi eystra í gær og eru virk smit á svæðinu nú orðin 44 samtals. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is í dag.
Töluvert fækkar í sóttkví en 85 einstaklingar eru nú í sóttkví á svæðinu samanborið við 119 í gær. Það fækkar því um 34 í sóttkví á svæðinu.
Í fyrradag greindist ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra og daginn þar áður greindust aðeins tvö. Síðan á síðastliðinn mánudag hefur virkum smitum fjölgað um 18 samtals á svæðinu.
Á landinu öllu í dag greindust 76 ný smit.
UMMÆLI