Virk smit á Norðurlandi eystra eru nú orðin 115 samkvæmt nýjustu tölum á covid.is. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær voru þá 109 virk smit og fjölgar því um sex virk smit á milli daga á svæðinu.
Í dag er 131 í sóttkví á Norðurlandi eystra samanborið við 262 í gær og því fækkar umtalsvert í sóttkví á milli daga.
25 manns greindust með Covid á landinu öllu síðasta sólarhringinn og þar af voru 20 í sóttkví.
UMMÆLI