Prenthaus

Vísindaskóli í fimmta sinn

Vísindaskóli í fimmta sinn

Vísindaskóli unga fólksins hófst í gær, mánudaginn 24. júní, og er þetta í fimmta skiptið skólinn starfar innan veggja Háskólans á Akureyri. Alls um 90 börn eru skráð í skólann og hópur barna er á biðlista eftir þátttöku. Nemendur eru á aldrinum 11-13 ára og koma alls staðar að af landinu.

„Að venju erum við með ný þemu fyrir unga fólkið og við sem erum að undirbúa skólann erum alveg jafn spennt og nemendurnir. Öll fimm árin hefur verið uppselt í skólann og mörg dæmi um að sömu krakkarnir komi oftar en einu sinni“, segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins.

Meðal þess sem unga vísindafólkið mun fást við í næstu viku eru verkefni sem bera yfirskriftirnar: Kynslóðabrúin, Besta útgáfan af þér,  Fagur fiskur í sjó, Leikur að kóðum, smáforrit og róbótaforritun , og loks Fjármálavit, hvað kostar að vera unglingur Vísindaskólanum lýkur með formlegri útskrift föstudaginn 28. júní, þar sem fjölskyldur nemenda eru boðnar velkomnir.

Háskólinn á Akureyri lítur á þetta starf sem mikilvæga samfélagsþjónustu og lið í því að kynna ungu fólki það háskólanám sem er í boði innan veggja skólans. Vísindaskólinn hefur á undanförnum árum fengið mikilvægan stuðning frá fjölda aðila í bæjarfélaginu, sem gerir það mögulegt að starfrækja þessa vísindaviku.

Sambíó

UMMÆLI