Vita ekki hvað kann að hafa orsakað meðvitundarleysi barnsins

Vita ekki hvað kann að hafa orsakað meðvitundarleysi barnsins

Ekkert bendir til þess að barnið sem var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa misst meðvitund á leik­skól­an­um Álfa­st­eini í Hörgár­sveit hafi lent í slysi eða innbyrt nokkuð sem kann að skýra meðvitundarleysið. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á málinu.

Á vef mbl.is segir að engin vitni hafi orðið að neinu sem kunni að skýra málið en einn leikskólakennarinn hafi tekið eftir því að ekki væri allt með felldu þegar barnið stóð upp við tré og byrjaði að blána í framan.

Sjá einnig: Barnið sem slasaðist á leikskóla í Hörgársveit á batavegi

„Leik­skóla­kenn­ar­inn sér barnið í þessu ástandi en það sér eng­inn þegar það fer í þetta til­tekna ástand. Leik­skóla­kenn­ar­inn sá barnið stand­andi og hallandi sér upp að tré þegar hann tók það upp. Það var orðið blátt í fram­an. Leik­skóla­kenn­ar­inn fór með barnið inn þar sem aðrir taka við því. Þá breyt­ist litaraftið til hins betra,“ seg­ir Val­ur Magnússon, lögreglufulltrúi rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, í samtali við mbl.is.

Að sögn hans standa lækn­ar á gati með það hvað kann að hafa or­sakað þetta. Barnið er nú komið til meðvitundar og ekkert sjáanlegt virðist ama að því eins og staðan er í dag.


UMMÆLI

Sambíó