Vonast til þess að Aron Einar spili með Þór

Vonast til þess að Aron Einar spili með Þór

Sigurður Höskuldsson, þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta, segist vonast til þess að Aron Einar Gunnarsson muni spila með liðinu í sumar. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Fótbolti.net eftir 3-0 tap Þórsara á móti ÍBV í gær.

Aron Einar Gunnarsson hefur verið orðaður við heimkomu í Þór síðan Sigurður tók við liðinu og hann gæti samið við liðið nú þegar í sumar samkvæmt Sigurði.

„Það verður að koma í ljós hvernig það fer. Hann er aðeins byrjaður að æfa og hann fer í myndatöku. Ef það kemur vel út þá kemur hann vonandi og spilar eitthvað með okkur,“ sagði Siggi í viðtali við Fótbolti.net.

Þórsliðið hefur ekki staðið undir væntinum undir stjórn Sigurðar í sumar en eftir 14 leiki er liðið í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig. Búist var við því að Þórsarar myndi berjast við topp deildarinnar en liðið er í dag 14 stigum frá toppliði Fjölnis.

„Það er mjög mikið svekkelsi hvernig við spilum þennan leik. Þetta var keppni í fyrsta og öðrum bolta. Boltinn mikið upp í loftinu og mikið stopp. VIð réðum ekki við þann leik sem ÍBV fann okkur í dag,“ sagði Siggi Höskulds um leikinn í viðtali við Fótbolti.net.

Sambíó

UMMÆLI