beint flug til Færeyja

Vonast til þess að dómsmálaráðherra dragi ákvörðunina til baka

Vonast til þess að dómsmálaráðherra dragi ákvörðunina til baka

Bæjarstjórn Akureyrar fundaði í morgun með dómsmálaráðherra, forstjóra fangelsismálastofnunar og lögreglustjóranum á Akureyri um þá ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri.

Guðmundur Baldvin, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að eftir hreinskiptar umræður á fundinum sé hann enn sannfærðari að ákvörðunin sé illa ígrunduð.

„Samráð og samtal við lögreglustjóraembættið og bæjaryfirvöld var ekkert fyrir ákvörðunartöku og heildaráhrif og hagræðing engan veginn ljós,“ skrifar Guðmundur á Facebook.

Hann segist vonast til þess að dómsmálaráðherra sjái að sér og dragi ákvörðunina til baka eða að minnsta kosti fresti henni á meðan að heildarmyndin sé skoðuð.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, sat einnig fundinn og var sammála Guðmundi. Hún bindur enn vonir við að dómsmálaráðherra hætti við ákvörðunina eða fresti henni og nýti tímann til að fara faglega og heilstætt yfir málið. Hilda Jana telur það nokkuð ljóst að engin sátt verði um núverandi málalok.

Sjá nánar: „Ferlið í raun ekkert annað en óboðlegt“

UMMÆLI